Hlíting - alla daga ársins
Vandamálið:
Hefðbundnar lausnir í netöryggi, UT-þjónustu og ráðgjöf snerta ekki á öllum þáttum hlítingar skv. NIS2 o.þ.h.
Þær skilja eftir eyður, eru oft verkefnamiðaðar eða einblína á afmarkaða þætti netöryggis (t.d. útstöðvavöktun). Það skapar aukið flækjustig, eykur kostnað og áhættu og skilur eftir ósvaraðar spurningar um hlítingu.
Lausnin:
Kerberos CaaS er hlítingarþjónusta (e. Compliance as a Service) sem veitir samfellt, hagkvæmt, sjálfvirknivætt eftirlit með reglufylgni með öllum þáttum starfseminnar, alla daga ársins. Við vinnum með þínum þjónustuveitanda til að
Minnisblöð og úttektarskýrslur veita bara svör í dag, en rauntímaeftirlit gefur þér skýr svör allt árið um kring. Kerberos CaaS hjálpar þér að auka öryggi, tryggja hlítingu og lækka kostnað.
Ertu UT-þjónustuveitandi (MSP) og vilt bjóða hlítingarþjónustu undir eigin vörumerki (e. White-labeling)?
Hafðu samband til að skoða samstarf.
Gildir NIS2 um mig?
NIS2 netöryggislöggjöfin gerir auknar kröfur til íslenskra fyrirtækja og stofnana þegar kemur að netöryggi. Löggjöfin leggur áherslu á aukna ábyrgð stjórnenda og virkar netöryggisráðstafanir. Ekki bíða með undirbúning.
Ef þú ert ekki viss hvort NIS2 gildi um þinn vinnustað, þá er öruggast að þú takir sjálfsprófið.

Tölum saman um netöryggi
Viltu vita hvernig vinnustaðurinn stendur andspænis netöryggisógnum? Veistu ekki hvar þú átt að byrja?
Bókaðu kynningarfund og fáðu upplýsingar á mannamáli um hvar þú stendur og hvaða skref þú getur tekið til að auka öryggið.